14. mars 2023

Ísland á stærstu sjávarútvegssýningu Norður Ameríku

Ljósmynd

Á þjóðarbási Íslands voru kynntar bæði ferskar og frosnar sjávarafurðir, og tækni, lausnir og þjónusta fyrir sjávarútveg.

Stærsta sjávarútvegssýning í Norður Ameríku, The Boston Seafood Show, fór fram í Boston dagana 12.- 14. mars sl. Sýningin var afar vel sótt og er ljóst að hún hefur náð sínum fyrri styrk eftir mögur Covid ár.

Íslandsstofa var með þjóðarbás bæði á „Seafood“ svæði sýningarinnar og „Seafood Processing“ svæðinu. Á básunum var Ísland kynnt sem upprunaland hreinna og heilnæmra afurða þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi. Þá var Ísland kynnt sem tilvalinn staður til að eiga viðskipti með sjávarútvegstækni, bæði hvað varðar lausnir tengdar veiðum sem og vinnslu og hámarks nýtingu sjávarfangsins.

Eftirfarandi aðilar tóku þátt á Íslandsbásunum í Boston: Eðalfiskur ehf., Icelandic Trademark Holding ehf. (Icelandic Seafood), Iceland Responsible Fisheries, Matorka, Stormar, Vélfag og Wisefish. Þá sótti fjöldinn allur af Íslendingum Boston Seafood Show heim og nokkur íslensk fyrirtæki voru að auki með eigin bása á sýningunni.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá sýningunni.

Ísland á stærstu sjávarútvegssýningu Norður-Ameríku

Sjá allar fréttir