Dagsetning:
7. nóvember 2022
Staður:
London
Tegund:
Ferðasýning (B2B)
World Travel Market í London
Tækifæri fyrir aðila í ferðaþjónustu
Íslandsstofa tekur þátt í ferðasýningunni World Travel Market (WTM) í London dagana 7.- 9. nóvember nk. Sýningin er haldin árlega og er ein af stærstu sýningunum fyrir fagaðila (B2B) í ferðaþjónustu. Á WTM býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu því gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum.
Sýningin fer fram í ExCel sýningarhöllinni í London. Íslandsstofa skipuleggur þátttöku á þjóðarbás og sýnir undir merkjum Visit Iceland.
Athugið að flug, gisting og annar ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði.
Nánari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is