Dagsetning:

13. júní 2024

Viltu vera með á þjóðarbás á CIIE í Shanghai?

Skráning er opin til 13. júní

Fulltrúar Íslands á CIIE vörusýningunni í Shanghæ

Fulltrúar Íslands á CIIE vörusýningunni í Shanghæ árið 2023

Íslandsstofa skipuleggur þátttöku íslenskra fyrirtækja í CIIE - China International Import Expo - sem fer fram í Sjanghaí dagana 5.- 10. nóvember næstkomandi. Íslensk fyrirtæki og samstarfsaðilar þeirra í Kína hafa tekið þátt í sýningunni frá árinu 2019 með góðum árangri, og á síðasta ári kynntu 8 fyrirtæki vörur sínar undir merki Íslands á básnum. 

Kostnaður á hvert fyrirtæki liggur ekki fyrir, en hefur undanfarin ár verið í kringum 400 þúsund krónur. Nánar er hægt að lesa um þátttökuna í fyrra hér.

Sýningin er afskaplega stór og fjölbreytt, en vörur íslensku þátttakendanna til þessa hafa helst fallið undir matvöru, heilsu- og snyrtivörur. Allir áhugasamir eru engu að síður hvattir til þess að hafa samband, upplýsingar veitir Kristinn Björnsson, kristinn@islandsstofa.is fyrir 13. júní nk.

Vilt þú vera með á þjóðarbás á CIIE í Shanghai?

Sjá allar fréttir