Dagsetning:

21. nóvember 2022

Viðskiptasendinefnd til Seoul

Tækifæri í Suður-Kóreu?

Ljósmynd

Í tilefni 60 ára stjórnmálasambands Íslands og Suður-Kóreu skipuleggur menningar- og viðskiptaráðherra Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptasendinefnd til Seoul dagana 21. - 25. nóvember 2022, í samstarfi við Íslandsstofu.

Undirbúningur er hafinn að viðburðum og kynningum á sviði kvikmynda og tónlistar, sjávarútvegs og sjávarútvegstækni, orkulausnum og ferðaþjónustu. 

Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að taka þátt og nota þetta tækifæri til að efla tengsl við landið eru beðin um að hafa samband sem fyrst við Þorleif Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

Viðskiptasendinefnd til Seoul

Sjá allar fréttir