Dagsetning:
17. október 2023
Vestnorden 2023 á Íslandi
Ísland - Færeyjar - Grænland

Vestnorden er mikilvægur vettvangur fyrir íslenska ferðaþjónustu.
Vestnorden ferðakaupstefnan verður haldin í Reykjavík dagana 17. - 19. október 2023.
Vestnorden er að stærsti viðburðinn sem er haldinn í ferðaþjónustu á Íslandi og búast má við um 500 gestum til landsins til að taka þátt í kaupstefnunni sem fer nú fram í 39. skipti. Á Vestnorden er lögð áhersla á ábyrga ferðahegðun og sjálfbærni og fellur því vel að áhersluatriðum íslenskrar ferðaþjónustu.
Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála, standa að Vestnorden. Löndin þrjú skipta með sér umsjón með ferðakaupstefnunni en hún er haldin anna ð hvert ár á Íslandi.
Íslandsstofa er framkvæmdaraðili að kaupstefnunni.
Nánari upplýsingar er að finna á vef Vestnorden. Taktu daginn frá