Dagsetning:

17. október 2023

Vestnorden 2023 á Íslandi

Ísland - Færeyjar - Grænland

Ljósmynd

Vestnorden er mikilvægur vettvangur fyrir íslenska ferðaþjónustu.

Vestnorden ferðakaupstefnan verður haldin í Reykjavík dagana 17. og 18. október 2023. Skráning er hafin!

Vestnorden er að stærsti viðburður sem haldinn er í ferðaþjónustu á Íslandi og búast má við um 500 gestum til landsins til að taka þátt í kaupstefnunni sem fer nú fram í 39. skipti. Á Vestnorden er lögð áhersla á ábyrga ferðahegðun og sjálfbærni og fellur því vel að áhersluatriðum íslenskrar ferðaþjónustu.

Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála, standa að Vestnorden. Löndin þrjú skipta með sér umsjón með ferðakaupstefnunni en hún er haldin annað hvert ár á Íslandi.

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili að kaupstefnunni.

Vestnorden verður með öðru sniði í ár en undanfarin ár. Markmiðið með breytingunum er að gera kaupstefnuna opnari, áhrifameiri og umhverfisvænni. Sett verða upp þrjú landasvæði þar sem fundir fara fram og munu söluaðilar fá til yfirráða borð og stóla inni á sínu svæði, merkt viðkomandi fyrirtæki. Með þessari breytingu erum við að hverfa frá básauppstillingu sem áður hefur einkennt kaupstefnuna og færa okkur í átt að umhverfisvænni kaupstefnu og draga þannig úr kolefnisspori. Löndin munu birtast þátttakendum með stafrænum lausnum og myndefni. 

Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Vestnorden.

Vestnorden 2023 haldin á Íslandi

Sjá allar fréttir