Dagsetning:

13. desember 2023

Verkefnstjóri óskast hjá Grænvangi

Umsóknarfrestur er til 13. desember

Ljósmynd

Íslensk stjórnvöld hafa sett það markmið að Ísland verði kolefnishlutlaust eigi síðar en árið 2040 og fyrst þjóða óháð jarðefnaeldsneyti.

Við leitum að metnaðarfullum verkefnastjóra til að leiða verkefni innanlands á vegum Grænvangs og til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og stefnumótun Grænvangs í nánu samstarfi við forstöðumann og starfsmenn vettvangsins og samstarfsaðila hérlendis.

Starfssvið:

  • Viðhalda og efla viðskiptatengsl við bakland Grænvangs og samstarfsaðila

  • Verkefnastýring innlendra verkefna, viðburða og baklandsfunda m.a. mótun, skipulagning, undirbúningur, framkvæmd og eftirfylgni þeirra.

  • Almannatengsl, mótun skilaboða, greinaskrif og samskipti við fjölmiðla.

  • Gerð markaðs- og kynningarefnis og útgáfa fréttabréfs og ábyrgð á miðlum Grænvangs innanlands.

  • Vinnur að greiningum, skýrslugerð og miðlun þekkingar til baklands og hagaaðila.

  • Móttaka gesta í Græna framtíð og þátttaka í öðrum viðburðum tengdum starfi Grænvangs.

  • Tekur þátt í stefnumótun Grænvangs og upplýsingamiðlun til stjórnar.

  • Stuðningur við erlent markaðsstarf eftir þörfum.

Menntunar og hæfniskröfur

Við leitum að einstaklingi í hlutverk verkefnastjóra sem býr yfir mikilli samskiptafærni og hæfni í faglegri nálgun á samvinnu við hagaðila, reynslu af stjórnun viðskipta- og almannatengsla og samstarfi í þverfaglegu umhverfi atvinnulífs og/eða stjórnsýslu. Æskilegt er að verkefnastjóri þekki vel til helstu þátta árangursríkrar verkefnastýringar sem og sé með reynslu af umbreytingum og þverfaglegum verkefnum.

Umsóknarfrestur er til 13. desember.

Nánari upplýsingar veitir Nótt Thorberg forstöðumaður Grænvangs., nott@green.is

Nánari upplýsingar og umsóknir á vef Alfreð.is

Sjá allar fréttir