Dagsetning:
27. febrúar 2023
Umsóknir um styrki til NATA
Opið fyrir umsóknir til og með 17. febrúar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála.
Styrkir til tvenns konar verkefna
Í samræmi við það sem samningur landanna kveður á um er hægt að sækja um styrki til tvenns konar verkefna:
Þróunar- og markaðsverkefna í ferðaþjónustu
Kynnis- og námsferða
Styrkir til verkefna í ferðaþjónustu
Allir sem starfa að eflingu ferðaþjónustu í samstarfi landanna þriggja geta sótt um styrk. Skulu verkefnin fela í sér samstarf milli aðila í tveimur af löndunum þremur hið minnsta. Dæmi um verkefni sem NATA styrkir eru:
Nýsköpunar- og vöruþróunarverkefni
Sameiginleg markaðssetningarverkefni
Þekkingarheimsóknir og miðlun gagnkvæmrar reynslu milli ferðaþjónustuaðila
Gæða- og umhverfismál innan ferðaþjónustunnar
Hámarksstyrkur verkefnis er 100 þúsund danskar krónur, eða að hámarki 50% kostnaðaráætlunar.
Styrkir vegna kynnis- og námsferða
Um er að ræða ferðastyrki til þeirra sem vinna að samstarfsverkefnum sem varða tvö af löndunum þremur hið minnsta. Hámarksstyrkur á hvern einstakling er 2.000 danskar krónur vegna ferða milli Íslands og Grænlands annars vegar og 1.000 danskar krónur vegna ferða á milli Íslands og Færeyja hins vegar. Ekki eru veittir styrkir vegna gistingar og uppihalds.
Sækja má um styrk til kynnis- og námsferða eftirtaldra:
Skóla
Íþróttahópa
Tónlistarhópa
Annars menningarsamstarfs
Hvar er sótt um?
Allar umsóknir þurfa að berast með rafrænum hætti á þar til gerðum umsóknarblöðum sem finna má á vef NATA. Vefurinn og umsóknarformin eru bæði á dönsku og ensku.
Skilafrestur
Lokafrestur til að skila umsókn er á miðnætti (GMT) 27. febrúar 2023.
Nánari upplýsingar
Upplýsingar um fyrri úthlutanir NATA má sjá á hér.
Nánari upplýsingar gefur starfsmaður NATA, Erla Weihe Johannesen – nata@vinnuframi.fo