Dagsetning:
12. janúar 2023
TravelMatch vinnustofa í Osló
Vinnustofa í ferðaþjónustu

Vinnustofan TravelMatch verður haldin þann 12. janúar nk. í Oslo Congress Center.
TravelMatch er skipulögð af ANTOR, Virke – samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu og fleirum, í þeim tilgangi að gefa erlendum fyrirtækjum færi á að hitta norska ferðaheildsala. Vinnustofan fer fram í formi B2B funda sem eru fyrir fram skipulagðir.
Íslandsstofa mun taka þátt og hvetur þá sem hafa áhuga á að efla sambönd sín á norska markaðinum til að kynna sér málið.
Í kjölfar vinnustofunnar, dagana 13.- 15. janúar, verður haldin ferðasýningin Utforsk Verden. Hún er miðuð að fyrirtækjum fyrsta daginn, en neytendum seinni tvo dagana (B2C). Sýningin fer fram í Telenor Arena höllinni og er alþjóðlegi hlutinn af TravelExpo sýningunni, helstu neytendasýningu í ferðaþjónustu á norska markaðinum.
Nánari upplýsingar um báða viðburði veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is