Dagsetning:

20. september 2022

Staður:

París

Ferðasýningin Top Resa

Tækifæri fyrir aðila í ferðaþjónustu

Ljósmynd

Íslandsstofa skipuleggur þátttöku á IFTM Top Resa ferðasýningunni sem haldin verður í París dagana 20.-22. september. Top Resa er stærsta fagkaupstefnan á sviði ferðaþjónustu í Frakklandi og því mikilvægur vettvangur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem vilja auka veg sinn á þessum markaði. Eingöngu fagfólk sækir kaupstefnuna, að jafnaði um 34.000 árlega.

Verð og skráning

Kostnaður verður að hámarki kr. 700.000 á fyrirtæki. Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í þátttökugjaldi. Áhugasamir um þátttöku eru beðnir að fylla út rafræna skráningareyðublaðið hér að neðan fyrir 24. júní nk.

Nánari upplýsingar veitir Þórdís Pétursdóttir, thordisp@islandsstofa.is

Nánari upplýsingar um kaupstefnuna

Sjá allar fréttir