Dagsetning:
17. febrúar 2023
Tilnefningar fyrir Nordic Scaleup Awards
Skráðu þitt fyrirtæki

Íslenska fyrirtækið Controlant hlaut viðurkenningu á Nordic Scaleup Awards árið 2022
Íslandsstofa í samvinnu við Nordic Innovation vekur athygli á að opið er fyrir tilnefningar til Nordic Scaleup Awards verðlaunanna. Markmið verðlaunanna er að heiðra norræn vaxtafyrirtæki og framúrskarandi frumkvöðla.
Nordic Scaleup Awards verða afhent á Nordic Scaleup Summit ráðstefnunni þann 9. maí í Stokkhólmi, en þar koma saman fjárfestar, löggjafar og leiðandi frumkvöðlar frá Norðurlöndunum.
Í fyrra hlaut íslenska fyrirtækið Controlant sérstaka viðurkenningu.
Nánari upplýsingar veitir Tinna Hrund Birgisdóttir verkefnastjóri á sviði hugvits og tækni tinna@islandsstofa.is
Hægt er hægt að tilnefna fyrirtækið sitt hér að neðan til 17. febrúar.