Dagsetning:
14. ágúst 2023
Sendiherra Íslands í Japan til viðtals
Tækifæri í Japan?
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Tókýó, verður til viðtals hjá Íslandsstofu mánudaginn 14. ágúst, eftir hádegi. Fundirnir eru ætlaðir þeim sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál þar sem sendiherrann getur orðið að liði. Auk Japans eru umdæmislönd sendiráðsins Indónesía, Singapore, Filippseyjar, Suður Kórea og Tímor Leste.
Viðtölin fara fram í húsakynnum Íslandsstofu í Grósku, Bjargargötu 1.
Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður Davíðsdóttir, adalheidur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.