9. nóvember 2021

Swiss Nordic Bio – þar sem fyrirtæki og fjárfestar hittast

Viðburðinn er ætlaður fyrirtækjum í lyfjaiðnaði, líf- og heilbrigðistækni sem eru að leita að fjármagni, samstarfi við alþjóðlega lyfjarisa eða samstarfsaðilum fyrir rannsóknir.

Í rúman áratug hafa Norðurlöndin og Sviss staðið sameiginlega að tengslaviðburðinum Swiss Nordic Bio þar sem fyrirtæki og fjárfestar á sviði lífvísinda leiða saman hesta sína. Íslandsstofa á nú í fyrsta sinn aðild að viðburðinum sem fram fer í Zürich 23. mars 2022. Viðburðinn er fyrst og fremst ætlaður fyrirtækjum í lyfjaiðnaði, líf- og heilbrigðistækni sem eru að leita að fjármagni, samstarfi við alþjóðlega lyfjarisa eða samstarfsaðilum fyrir rannsóknir.

Í dagskrá er mikil áhersla lögð á fyrirfram bókaða fundi og þá er hægt að sækja um að fá að vera með kynningu fyrir fjárfestum. Gert er ráð fyrir að rúmlega 200 þátttakendur sæki viðburðinn, sjá lista yfir þátttakendur 2020 og 2021.

Árið 2021 var viðburðurinn rafrænn vegna Covid 19 og þótti takast mjög vel. Í ár verður hann haldinn á Radisson Blu Hotel Zürich Airport en vegna faraldursins gæti þurft að færa hann aftur á rafrænt form.

Nánari upplýsingar veitir Erna Björnsdóttir, fagstjóri matvæla og náttúruafurða, erna@invest.is


/

Sjá allar fréttir
Frétta mynd

20. september 2022

Lauf Forks og Sidekick Health hljóta Nýsköpunarverðlaun Íslands
Frétta mynd

19. september 2022

Sendinefnd til Singapore - nýsköpun, háskólar og rannsóknir
Frétta mynd

19. september 2022

Nýsköpunarþing 2022 - Hugvitið út
Frétta mynd

16. september 2022

Verkefnastjóri fyrir innlent markaðsstarfs Grænvangs