Dagsetning:

20. október 2022

Tegund:

Vefkynning

Sókn á bandaríska markaðinn

Frumkvöðlar athugið!

Ljósmynd

Íslandsstofa vekur athygli á þessari vefkynningu um bandaríska markaðinn fimmtudaginn 20. október kl. 13-14 að íslenskum tíma. Kynningin er haldin á vegum SelectUSA TECH sem hefur um árabil aðstoðað frumkvöðla við að hasla sér völl í Bandaríkjunum og hefur mikla reynslu á þessum vettvangi.

Á fundinum verður farið yfir tækifæri og leiðir fyrir erlend fyrirtæki sem eru að fóta sig á bandaríska markaðinum, hvernig er best að koma sér á framfæri, kostnað og fjármögnunarleiðir, o.fl. sem viðkemur sókn inn á þennan stærsta markað heims. 

SKRÁ MIG NÚNA

Nánari upplýsingar veitir SelectUSA, SUSAEvents@trade.gov. 

Sókn á bandaríska markaðinn

Sjá allar fréttir