Dagsetning:

20. nóvember 2024

Ætlar þú með á SLUSH í ár?

Tækni- og sprotaráðstefna í Helsinki

Ljósmynd

Eins og fyrri ár stendur Íslandsstofa fyrir sendinefnd á SLUSH sem haldin er í Helsinki dagana 20. og 21. nóvember nk. Íslandsstofa hvetur áhugasöm fyrirtæki, fjárfesta og fólk úr stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi til að slást með í för. 

Upplýsingasíða um þátttakendur verður sett upp sem notuð er fyrir fjölmiðla og samfélagsmiðlateymi Íslandsstofu, auk þess sem henni er miðlað til fjárfesta sem sækja ráðstefnuna. Ef þú ætlar að fara á SLUSH í ár þá getur þú skráð þig í sendinefndina og tryggt að fyrirtæki þitt verði sýnilegt í kynningarefni Íslandsstofu. Allir þátttakendur fá boð í fjárfestamóttöku í sendiráði Íslands í Helsinki og pop-up viðburð á meðan á ráðstefnu stendur, auk þess sem Íslandsstofa býður til undirbúningsfundar í Grósku. 

Miðar og básar á sýningarsvæðinu 

Íslandsstofa niðurgreiðir 30 startup passa á SLUSH í ár. Verðið er 30.000 kr. á hvern passa og getur hvert fyrirtæki fengið 1 passa á þessu verði. Ef fyrirtæki vilja kaupa fleiri passa þá þarf að greiða 47.000 kr. fyrir hvern auka passa. Með þessu móti viljum við að sem flest fyrirtæki komist með og hafi jafnan rétt á niðurgreiddum passa. Fyrstur kemur fyrstur fær! 

Íslandsstofa hefur tekið frá tvo bása á SLUSH sem staðsettir eru nálægt fjárfestarýminu og Startup Studio. Okkur langar að bjóða fyrirtækjum að leigja bás, ýmist í hálfan eða heilan dag. Hálfum degi fylgir 1 startup miði og heilum degi fylgja 2 startup miðar.
Básinn er 5m2, barstóll og borð fylgja með. Einnig er hægt að leigja annan stól + borð (20.000 kr. aukalega) og/eða 55” skjá á básinn (140.000 kr. aukalega fyrir skjá). Bóka þarf bás fyrir 31. ágúst og þar gildir fyrstur kemur fyrstur fær.
Aukahlutir eru bókaðir síðar. 

Skráning fyrir þátttöku í sendinefnd, miðakaupum og básaleigu fer fram hér að neðan og er bindandi. Skráningu lýkur 16. október 2024.

Skráning á SLUSH

Ætlar þú með á Slush í ár?

Sjá allar fréttir