Dagsetning:

12. mars 2023

Sjávarútvegssýningin í Boston 2023

Seafood Expo - & Seafood Processing North America 2023

Ljósmynd

Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja á þátttöku á sjávarútvegssýningunni í Boston sem fram fara dagana 12. - 14. mars 2023. Sýningin í Boston skiptist í tvær sýningar: Seafood Expo North America og Seafood Processing North America.  

Sýningin sem er stærst sinnar tegundar í Norður Ameríku er vettvangur alls hins besta og framsæknasta í heiminum sem sjávarútvegsfyrirtæki og aðilar sem þjónusta sjávarútveginn hafa upp á að bjóða. Árið 2019 sóttu yfir 20.000 gestir sýninguna heim.

Eins og áður mun Íslandsstofa skipuleggja svæði undir hatti Íslands á báðum sýningum og hefur til umráða sýningarsvæði á góðum stað. 

Ef þú hefur áhuga á þátttöku eða vilt fá frekari upplýsingar, vinsamlega hafðu samband við Berglindi Steindórsdóttur, berglind@islandsstofa.is sem allra fyrst.

Sjá einnig vef sýningarinnar

Sjávarútvegssýningin í Boston 2023

Sjá allar fréttir