Dagsetning:
23. apríl 2024
Útflutningsgrein:
Sjávarútvegur
Sjávarútvegssýningarnar í Barcelona
Sjávarútvegssýningarnar Seafood Expo Global og Seafood Processing Global fara fram í Barcelona dagana 23. – 25. apríl 2024. Íslandsstofa skipuleggur svæði undir hatti Íslands á báðum sýningum og hefur til umráða mjög gott sýningarsvæði í höll 3.
Sýningarnar eru alþjóðlegar og vettvangur alls hins besta og framsæknasta í heiminum sem sjávarútvegsfyrirtæki og aðilar sem þjónusta sjávarútveginn hafa upp á að bjóða.
Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa sótt sýningarnar frá upphafi og stofnað þar til fjölda viðskiptatengsla. Þar sem sýningarsvæði Íslands var stækkað á milli ára eigum við nú laus pláss sem áhugasöm fyrirtæki geta nýtt sér.
Á Seafood Expo svæðinu er laust eitt pláss, ca 12 m2.
Á Seafood Processing svæðinu eru tvö pláss laus, hvort um sig ca 24 m2.
Nánari upplýsingar veita Tinna Hrund Birgisdóttir, tinna@islandsstofa.is og María Björk Gunnarsdóttir, maria@islandsstofa.is