Dagsetning:

16. maí 2023

Sjálfbærnisaga áfangastaðarins Íslands

Vinnustofa í Grósku

Ljósmynd

Vilt þú skrifa kafla í sjálfbærnisögu fyrir áfangastaðinn Ísland? Íslandsstofa og Íslenski Ferðaklasinn í samstarfi við Ferðamálastofu og SAF bjóða til vinnustofu þann 16. maí. Einnig verða kynntar niðurstöður Nordplus rannsóknar um viðskiptamódel í ferðaþjónustu, þar sem Ísland, Danmörk og Lettland var skoðað.

Síðasta haust fór af stað vinna við að skilgreina sjálfbærnisögu áfangastaðarins Íslands í samvinnu Íslandsstofu og Íslenska ferðaklasans. Haldin var vinnustofa með ferðaþjónustufyrirtækjum sem sænska ráðgjafafyrirtækið Kairos Future stýrði og vann síðan skýrslu upp úr vinnunni. Niðurstöðurnar voru kynntar á Degi ábyrgar ferðaþjónustu í lok árs. Haldinn var fundur með rýnihóp í apríl og nú er boðað til opinnar vinnustofu þar sem stefnt er að því að klára vinnuna.

Hvenær: Þriðjudaginn 16. maí kl. 11.00-15.00

Hvar: Sykursalur, Grósku, Bjargargötu 1 - hádegismatur í boði 

SKRÁNING

Dagskrá:

 • 10:30-11:00 Morgunkaffi og skráning

 • 11:00-11:10 Kynning á verkefninu „Sjálfbærnisaga áfangastaðarins Íslands”
  - Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu

 • 11:10-11:30 Leifturræður – eldmóður, innblástur, kraftur.
  - Ásta kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska Ferðaklasans
  - Andrés Jónsson, Icelandair
  - Eva María Lange, Pink Iceland

 • 11:30-12:30 Vinnustofa stýrt af Kairos Future
  - Johanna Danielsson & Karl Johan Tegnér

 • 12.30-13:00 hádegismatur

 • 13:00-14:30 Vinnustofa Kairos Future - framhald

 • 14:30-15:00 Kynning á Nordplus verkefni – samstarf Lettlands, Danmerkur og Íslands; Viðskiptamódel ferðaþjónustu post-corona eða “Business Models post-corona in the hospitality industry"
  - Olga Zvereva, Riga Hotel School
  - Bettina Lyngdal Baumgarten, Dania Academy
  - Björn Marleir Sigurjónsson, Dania Academy

Skoða skýrslu Kairos Future um Sjálfbærnisögu áfangastaðarins Íslands (pdf)

Íslandsstofa - Útflutningsaðstoð, landkynning, fjárfestingar

Sjá allar fréttir