Dagsetning:

7. nóvember 2022

Sendinefnd til Singapore

- Nýsköpun, háskólar, rannsóknir

Ljósmynd

Ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, skipuleggur sendinefnd til Singapore með áherslu á sköpun starfa í þekkingarsamfélagi dagana 7.- 11. nóvember 2022, í samstarfi við Íslandsstofu.

Singapore hefur á undanförnum áratug skipað sér í fremstu röð við uppbyggingu á hugvitsdrifnu hagkerfi. Sú uppbygging hefur m.a. hvílt á öflugu háskólaumhverfi og samvinnu við alþjóðlega háskóla á heimsmælikvarða. Yfirvöld mörkuðu langtímastefnu í að laða að rannsóknartengdar hátæknigreinar, iðnað, rannsóknir og erlenda fjárfestingu til landsins.  Singapore hefur síðari ár klifrað hratt upp lista um samkeppnishæfni og tæknivæðingu; landið er númer átta á Global Innovation Index (2021), númer þrjú á lista IMD, Global Competitive Index (2021), númer eitt á lista IMD Global Tech Environment og með tvo háskóla sem eru á meðal þeirra 20 efstu í heiminum á QS Top Universities.  

Stefna íslenskra stjórnvalda er að byggja upp hagkerfi þekkingar og hugvits og minnka vægi auðlinda hagkerfisins. Öflugt vísinda- og nýsköpunarstarf er forsenda fyrir vexti á þessum vettvangi auk framsækinnar uppbyggingar á sviði tækni- og skapandi greina. 

Áherslur heimsóknarinnar eru nýsköpun, háskólar og rannsóknir, hvernig leiða megi saman þekkingu og atvinnulíf  og hvernig læra megi af stefnu stjórnvalda í Singapore á því sviði. Einnig verða tækifæri til fyrirtækjakynninga. Singapore hefur undanfarin ár staðið fremst þjóða á sviði  háskóla-, nýsköpunar- og tækniumhverfis. Stjórnvöld þar hafa í samvinnu við atvinnulífið byggt upp þekkingarsamfélag með alþjóðasamstarf að leiðarljósi. Stuðningur stjórnvalda, skýr markmið og aðgerðir hafa skilað Singapore ítrekað í efstu sætin á sviði samkeppnishæfni og lista yfir hinar svokölluðu snjallborgir heimsins. 

Ráðstefna og fyrirtækjaheimsóknir

Undirbúningur er hafinn að dagskrá, viðburðum og kynningu á vettvangi háskóla, hugvits og nýsköpunar.   

Unnið er að undirbúningi málstofu þann 10. nóvember undir yfirskriftinni “Celebrating Women’s accession in business and politice - learning from two small states” með þátttöku kvenna á vettvangi stjórnmála og atvinnulífs, frá Íslandi og Singapore.

Auk hefðbundinna fyrirtækjakynninga og heimsókna er stefnan sett á að sækja einhverjar af eftirtöldum stofnunum, rannsóknarsetrum og fyrirtækjum.
Sjá lista yfir fyrirhugaðar heimsóknir (drög).

Drög að dagskrá:

 • Sunnudagur 6. nóvember
  Ferðadagur frá Evrópu að kveldi

 • Mánudagur 7. nóvember
  Koma til Singapore eftir hádegi/kvöld

 • Þriðjudagur 8. nóvember
  Sendinefnd dagur 1

 • Miðvikudagur 9. nóvember
  Sendinefnd dagur 2

 • Fimmtudagur 10. nóvember
  Sendinefnd dagur 3

 • Föstudagur 11. nóvember
  Dagur 3 ½ - Brottför frá Singapore

Ferðatilhögun

Gert er ráð fyrir að þátttakendur bóki sjálfir flug og hótelgistingu í Singapore. Við ráðleggjum þátttakendum að bóka með góðum fyrirvara. Við mælum með eftifarandi hótelum vegna miðlægrar staðsetningar. 

Ekki er hægt að bjóða upp á hópabókanir eða bókunarauðkenni vegna herbergisbókana fyrir einstaka þátttakendur.

Nánari upplýsingar og skráning

Nánari upplýsingar veitir Árni Alvar Arason, forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga, arni@islandsstofa.is

Skráning/ Fyrirspurn
Sendinefnd til Singapore

Sjá allar fréttir