Dagsetning:

23. ágúst 2024

Sendinefnd á TechBBQ í Kaupmannahöfn

Skráningarfrestur er til 23. ágúst

Ljósmynd

Tækni og huggulegheit

Eins og fyrri ár skipuleggur Íslandsstofa í samstarfi við sendiráð Íslands í Danmörku sendinefnd á ráðstefnuna TechBBQ í Kaupmannahöfn sem fer að þessu sinni fram dagana 11. og 12. september. Hátíðin er orðin fastur liður hjá sprotum og fjárfestum sem vilja komast í samband við aðra fjárfesta og frumkvöðla, auk fjölmiðla og áhugaverðra samstarfsaðila sem mæta á hátíðina. Slagorð TechBBQ er lýsandi fyrir stemminguna; “Where Hygge and Tech Meet“ og í ár er yfirskriftin “One Giant Leap”.

Miðar og viðburðir 
Íslandsstofu bjóðast góð kjör á miðum á TechHBBQ fyrir sendinefndina í ár. Í boði eru 50 miðar á 40% afslætti, að hámarki tveir miðar á fyrirtæki, en miðar umfram það fást með 25% afslætti. Þátttakendur kaupa sjálfir miða í gegnum vef TechBBQ með afsláttarkóða sem Íslandsstofa veitir í kjölfar skráningar.

Í samstarfi við sendiráð Íslands verður haldin fjárfestamóttaka í sendiherrabústaðnum á fjárfestadeginum þann 10. september. Til að auka sýnileika íslensku sendinefndarinnar verður Íslandsstofa með Íslandsbás á ráðstefnunni þar sem þátttakendur í sendinefndinni hafa heimahöfn, auk þess sem þar verður dagskrá sem auglýst verður þegar nær dregur.

Þar sem um takmarkað magn miða er að ræða þá hvetjum við fyrirtæki til að skrá sig fyrr en síðar. Skráning fer fram hér að neðan og lýkur 23. ágúst 2024. 

SKRÁNING

Allar helstu upplýsingar um TechBBQ má finna á vef viðburðarins

Sendinefnd á TechBBQ í Kaupmannahöfn

Sjá allar fréttir