Dagsetning:
15. mars 2023
Sendinefnd á Nordic Health Summit í Tókýó
Umsóknarfrestur er til 15. mars

Íslenskum fyrirtækjum býðst að taka þátt í norrænu heilbrigðistækniráðstefnunni Nordic Health Summit í Tókýó dagana 24.-28. apríl.
Nordic Innovation House í Tókýó og Nordic Asian Venture fjárfestingafélagið standa fyrir sendinefnd á viðburðinn. Ferðin er ætluð norrænum vaxtarfyrirtækjum sem eru í leit að fjármagni eða tækifærum til inngöngu á Japansmarkað og í Asíu innan heilbrigðis- og lyfjatæknigeirans. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að tengjast japönskum hagaðilum.
Nordic Health Summit ráðstefnan er skipulögð af viðskiptaskrifstofum fimm norðurlanda, ásamt Nordic Innovation House í Tókýó.
Viðburðurinn var áður haldinn í október 2022 með þátttöku 16 norrænna heilbrigðistæknifyrirtækja. Hér má sjá fyrirtækin sem tóku þátt.
Umsóknarfrestur er til 15. mars nk.
Nánari upplýsingar og skráning hér eða hafið samband í tölvupósti á tokyo@nordicinnovationhouse.com