Dagsetning:
31. ágúst 2022
Sendiherra Íslands í Nýju Delí til viðtals
Tækifæri á Indlandi?

Guðni Bragason, sendiherra Íslands i Nýju Delí býður upp á viðtalstíma miðvikudaginn 31. ágúst um viðskiptamál og menningartengd verkefni, og önnur hagsmunamál þar sem sendiherrann getur orðið að liði. Auk Indlands eru umdæmislönd sendiráðsins Nepal og Srí Lanka.
Fundirnir fara fram á skrifstofu Íslandsstofu í Grósku, Bjargargötu 1,102 Reykjavik. Einnig stendur til boða að hafa viðtalið í gegnum Teams. Hægt er að bóka viðtal hér að neðan.
Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður Davíðsdóttir (adalheidur@islandsstofa.is).