Dagsetning:

27. janúar 2023

Sækjum fram í breyttum heimi

Grósku kl. 16-18

Ljósmynd

Opið málþing til heiðurs fyrsta kvensendiherra Íslands

Stjórnarráð Íslands býður til opins málþings föstudaginn 27. janúar kl. 16-18 í Grósku, í samstarfi við Alþjóðamálastofu og Íslandsstofu.

Á málþinginu verður horft yfir farinn veg, litið til þeirra breytinga sem orðið hafa á alþjóðasamskiptum frá því að Sigríður Snævarr hóf störf í utanríkisþjónustunni. Auk þess er horft til framtíðar og þeirra tækifæra sem tækniframfarir og nýsköpun fela í sér fyrir samskipti ríkja. Þá verður rýnt í stöðu Íslands í nýju umhverfi og mikilvægi þess að sækja fram í breyttum heimi.

DAGSKRÁ

  • Opnunarávarp
    Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra

  • The Future of Fun
    Sveinn H. Guðmarsson ræðir við Sigríði Snævarr, fyrsta kvensendiherra Íslands

  • The Future of Diplomacy
    Tom Fletcher, rektor við Hertford College Oxford

  • Borg í ský
    Bergur Ebbi, rithöfundur og fyrirlesari

  • Fundarstjóri er Ragnar Þorvarðsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu og framkvæmdastjóri leiðtogafunds Evrópuráðsins

  • Samverustund 17.00-18.00

SKRÁNING Á VIÐBURÐ

Íslandsstofa - Útflutningsaðstoð, landkynning, fjárfestingar

Sjá allar fréttir