Dagsetning:
27. janúar 2023
Sækjum fram í breyttum heimi
Grósku kl. 16-18

Opið málþing til heiðurs fyrsta kvensendiherra Íslands
Stjórnarráð Íslands býður til opins málþings föstudaginn 27. janúar kl. 16-18 í Grósku, í samstarfi við Alþjóðamálastofu og Íslandsstofu.
Á málþinginu verður horft yfir farinn veg, litið til þeirra breytinga sem orðið hafa á alþjóðasamskiptum frá því að Sigríður Snævarr hóf störf í utanríkisþjónustunni. Auk þess er horft til framtíðar og þeirra tækifæra sem tækniframfarir og nýsköpun fela í sér fyrir samskipti ríkja. Þá verður rýnt í stöðu Íslands í nýju umhverfi og mikilvægi þess að sækja fram í breyttum heimi.
DAGSKRÁ
Opnunarávarp
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherraThe Future of Fun
Sveinn H. Guðmarsson ræðir við Sigríði Snævarr, fyrsta kvensendiherra ÍslandsThe Future of Diplomacy
Tom Fletcher, rektor við Hertford College OxfordBorg í ský
Bergur Ebbi, rithöfundur og fyrirlesariFundarstjóri er Ragnar Þorvarðsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu og framkvæmdastjóri leiðtogafunds Evrópuráðsins
Samverustund 17.00-18.00