Loading…

Rafræn vinnustofa á Spáni

25. nóvember 2020

Íslandsstofa skipuleggur rafræna vinnustofu með spænskum ferðaþjónustuaðilum dagana 25. og 26. nóvember.

Á vinnustofunni gefst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við spænska ferðaþjónustuaðila.

Verð og skráning:

Kostnaður við þátttöku í vinnustofunni er 65.000 kr. á fyrirtæki. Innifalið í þátttökugjaldi er:
- Aðgangur að fundabókunarkerfi
- Skráning í vinnustofubækling - efni þýtt úr ensku yfir á spænsku.
- Upplýsingar um fyrirtæki í vefkynningu sem send verður öllum kaupendum
- Upplýsingar um spænska ferðaþjónustuaðila sem taka þátt í vinnustofunni

Vinnustofan mun fara fram kl. 9.00-11.30 og aftur frá kl. 14.00-16.30 báða dagana. Fundir eru 10 mín. langir með 5 mín. hléi á milli.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á meðfylgjandi skráningarformi fyrir 28. október nk. 

Nánari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is 


Rafræn vinnustofa á Spáni

Deila