9. apríl 2024

Viðskiptastjóri orku og grænna lausna

Ljósmynd

Mynd: HS Orka

Íslandsstofa auglýsir eftir viðskiptastjóra á sviði orku og grænna lausna. Meginmarkmið starfsins er að vinna samkvæmt útflutningsstefnu Íslands að viðskiptaþróun og kynningarmálum á sviði orku og grænna lausna. Styðja við kynningu á vöru- og þjónustuframboði íslenskra fyrirtækja í orku og grænum lausnum á erlendum vettvangi fyrir útflutning eða erlenda fjárfestingu með skipulagningu viðburða, efnisgerð, almannatengslum, kynningum o.fl.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipulagning viðburða, efnisgerð, almannatengsl, kynningar o.fl.

  • Greina tækifæri á erlendum mörkuðum í samstarfi við hagaðila

  • Mynda og viðhalda tengslum við fyrirtæki og aðra mikilvæga hagaðila

  • Áætlanagerð og árangursmælingar

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfinu

  • Reynsla í stjórnun verkefna og uppsetningu verk- og fjárhagsáætlana 

  • Þekking og reynsla á sviði orku og grænna lausna er kostur

  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku og íslensku

  • Menningarlæsi, frumkvæði, samskipta- og samstarfshæfni, jákvæðni og hugmyndaauðgi

Umsóknarfrestur er til 21. apríl nk. Hægt er að sækja um starfið á vef Alfreð.is

Viðskiptastjóri orku og grænna lausna

Sjá allar fréttir