Dagsetning:

23. september 2022

Rafræn vinnustofa á Ítalíu og í Frakklandi

Skráningarfrestur er til 23. september

Ljósmynd

Íslandsstofa skipuleggur rafræna vinnustofu með ítölskum og frönskum ferðaþjónustuaðilum í nóvember, í samstarfi við Visit Denmark, Visit Finland, Visit Norway og Visit Sweden. 

Markmið vinnustofunnar er að gefa fyrirtækjum í ferðaþjónustu tækifæri á að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ítalska og franska ferðaþjónustuaðila. Fer hún fram á rafrænu formi dagana 2. og 3. nóvember frá kl. 8.00-18.00. Gert er ráð fyrir að um 100 ítalskir ferðaþjónustuaðilar og um 30 franskir ferðaþjónustuaðilar munu taka þátt í vinnustofunni.

Verð

Kostnaður við þátttöku í vinnustofunni er að hámarki 130€ á fyrirtæki. Innifalið í þátttökugjaldi er:  

  • Aðgangur að fundabókunarkerfinu Converve

  • Skráning í vinnustofubækling

  • Upplýsingar um ítalska og franska ferðaþjónustuaðila sem taka þátt í vinnustofunni

Fyrirkomulag

Athugið að fundir eru bókaðir fyrirfram og eru 20 mín. langir með 10 mín. hléum á milli. Fjöldi þátttökufyrirtækja er takmarkaður en það geta allt að þrír tekið þátt frá hverju fyrirtæki. 

Skráning

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir um að fylla út skráningarformið hér að neðan fyrir 23. september nk. Athugið að skráning er bindandi.  

Nánari upplýsingar veita Karen Möller Sívertsen, karen@islandsstofa.is, og Þórdís Pétursdóttir, thordisp@islandsstofa.is.

Ítalía og Frakkland

Rafræn vinnustofa í ferðaþjónustu

Rafræn vinnustofa á Ítalíu og Frakklandi

Sjá allar fréttir