Dagsetning:

26. október 2023

Nýsköpunarþing 2023

Líf í lífvísindum

Ljósmynd

Á nýsköpunarþingi í ár verður kastljósinu beint að nýsköpunarfyrirtækjum á sviði líf- og heilbrigðisvísinda. Mynd: Fulltrúar handhafa Nýsköpunarverðlauna Íslands 2021 og 2022, Sidekick health og Lauf Forks.

Nýsköpunarþing Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarsjóðs og Hugverkastofunnar verður haldið fimmtudaginn 26. október kl. 13.30-15.00 í Grósku. Á Nýsköpunarþingi 2023 er þemað Líf í lífvísindum þar sem kastljósinu verður beint að nýsköpunarfyrirtækjum sem starfa á sviði líf- og heilbrigðisvísinda.

Líf- og heilbrigðisvísindageirinn er orðinn mikilvæg stoð í íslensku efnahagslífi og hafa mörg fyrirtæki á þessu sviði vaxið hratt á undanförnum árum. Á þinginu verður m.a. varpað ljósi á efnahagslegt vægi geirans en öflug nýsköpun á sviði líf- og heilbrigðisvísinda hefur leitt af sér þúsundir hátæknistarfa og milljarða í útflutningstekjur.

DAGSKRÁ 13.30-15.00

  • Setning
    Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

  • Brautryðjandinn
    Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar

  • Einhyrningurinn
    Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis

    Styttri erindi:

  • Lilja Kjalarsdóttir, forstöðumaður rekstrar og stefnumótunar í rannsóknar- og þróunardeild Alvotech

  • Einar Stefánsson, stofnandi Oculis

  • Sæmundur Oddsson, framkvæmdastjóri lækninga og rannsókna Sidekick Health

  • Berglind Johansen, framkvæmdastjóri sölusviðs BIOEFFECT

  • Sveinbjörn Höskuldsson þróunarstjóri Nox Medical

  •  Afhending Nýsköpunarverðlauna Íslands 2023
    Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Að loknu þingi verður boðið upp á léttar veitingar.

Verið öll velkomin!

SKRÁ MIG NÚNA

Fylgjast með beinu streymi:

Nýsköpunarþing 2023

Sjá allar fréttir