Dagsetning:

20. janúar 2023

Nýsköpun og tækifæri í söguferðaþjónustu á Íslandi

Grósku kl. 9.30-12.00

Ljósmynd

Samtök um söguferðaþjónustu (SSF), í samstarfi við Íslandsstofu og Félag safna og safnamanna (FÍSOS), bjóða til málþings í Grósku, Bjarkargötu 1, föstudaginn 20. janúar kl. 9.30-12.00. Málþingið er öllum opið.

 • 09.30   Ávarp
  Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri, Menningar- og viðskiptaráðuneytinu

 • 09.45   Íslandsstofa og stafræn markaðssetning menningarferðaþjónustu
  Ísak Kári Kárason, fagstjóri vefmála hjá Íslandsstofu

 • 10.00    Framtíðin: upplifanir og ævintýri
  Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur

 • 10.20    Að móta áfangastað
  Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Rauðukamba (Fjallaböðin)

 • 10.40    Kaffihlé með veitingum

 • 11.00    Hús íslenskunnar - nýr áfangastaður
  Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar

 • 11.20    Með söguna í vasanum; nýjar leiðir til miðlunar menningararfs
  Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar

 • 11.40    Ferðast um víddir tímans: minjar, landslag og ferðamenn
  Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur

 • 12.00    Málþingi slitið

Húsið opnar kl. 9.00

Einnig verður hægt verður að fylgjast með beinu streymi

Ekkert þátttökugjald er tekið en áhugasamir eru beðnir um að skrá sig hér að neðan, svo að veitingar verði í takt við fjölda gesta.

Nýsköpun og tækifæri í söguferðaþjónustu

Íslandsstofa - Útflutningsaðstoð, landkynning, fjárfestingar

Sjá allar fréttir