Dagsetning:
7. mars 2023
Staður:
Bergen, Noregi
North Atlantic Seafood Forum
Kynntu þér nýjungar í sjávarútvegi

Búist er við um 1000 þátttakendum á NASF ráðstefnuna í Bergen í mars.
Ráðstefnan North Atlantic Seafood Forum (NASF) verður haldin dagana 7. -9. mars í Bergen í Noregi.
Á NASF hittast stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi til að kynna sér helstu nýjungar og bera saman bækur. Ráðstefnuna sækja stjórnendur í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum, s.s. tækjaframleiðendur og flutningsaðilar, en einnig markaðsfyrirtæki, bankar, tryggingafélög, ráðgjafafyrirtæki o.fl. Búist er við um 1000 þátttakendum á ráðstefnuna í ár.
Dagskráin er spennandi að vanda og verða í boði fjölmargar málstofur á sviði sjávarútvegs og fiskeldis. Hér má skoða dagskrána
Skráning fer fram hér að neðan. Verð fyrir þátttöku er 1167 EUR. Hratt gengur á gistirými í Bergen á meðan viðburðinum stendur og er fólk því hvatt til að skrá sig tímalega.
Nánari upplýsingar veitir Jónas R. Viðarsson hjá Matís