Dagsetning:
21. mars 2023
Norrænar vinnustofur í París og Mílanó

Íslandsstofa skipuleggur norrænar vinnustofur í París og Mílanó dagana 21. og 23. mars. Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ferðaþjónustuaðila á staðnum. Vinnustofan í París er skipulögð í samstarfi við VisitDenmark, Visit Finland, Visit Norway og Visit Sweden. Þá er vinnustofan í Mílanó skipulögð í samstarfi við VisitDenmark, Visit Finland og Visit Norway.
Fyrirkomulag:
21. mars – París
22. mars – ferðadagur
23. mars – Mílanó
Verð:
Verð fyrir þátttöku í vinnustofunni í París er að hámarki EUR 1250 og verð fyrir þátttöku í vinnustofunni í Mílanó er að hámarki EUR 1600.
Innifalið í þátttökugjaldi er:
Fundarborð
Upplýsingar um franska og ítalska ferðaþjónustuaðila sem skrá sig til þátttöku í vinnustofunum
Veitingar á meðan vinnustofum stendur
Athugið að þátttakendur sjá sjálfir um að bóka flug og gistingu og að sá kostnaður er ekki innifalinn í verði vinnustofanna. Gert er ráð fyrir að hópurinn ferðist saman á milli borganna.
Nánari upplýsingar veita Þórdís Pétursdóttir, thordisp@islandsstofa.is, og Karen Möller Sívertsen, karen@islandsstofa.is