Dagsetning:

1. nóvember 2022

Nordic US Food Summit

Fjárfestaráðstefna í San Francisco 1.- 4. nóvember.

Ljósmynd

Íslandsstofa kynnir í samstarfi við Business Sweden fjárfestaráðstefnuna Nordic-Us Food Summit sem haldin verður í San Francisco dagana 1.- 4. nóvember nk. Við hvetjum sérstaklega fyrirtæki sem eru með starfsemi í Bandaríkjunum til að taka þátt.

Ráðstefnan er tilvalinn vettvangur fyrir fyrirtæki í matvæla- og matartæknigeiranum sem vilja komast í samband við bandaríska fjárfesta og efla alþjóðlegt tengslanet. Sjálfbærni er þema ráðstefnunnar og rík áhersla er lögð á að þátttakendur hafi með einhverjum hætti jákvæð áhrif á sjálfbærni í matvælakerfinu.

Á ráðstefnunni gefst 20 fyrirtækjum frá Norðurlöndunum kostur á að vera með fjárfestakynningar og mun nefnd skipuð fjárfestum velja þau úr hópi umsækjenda. Sótt er um þátttöku á vefsíðu Nordic Food Innovation Summit.

Þátttökugjald er USD 2.000. Innifalið í gjaldi er þjálfun í fjárfestingapitchi (e. hnitmiðaðri sölukynningu) hjá fagmanni á vefnum og námskeið í ýmsum lagalegum atriðum og áhættustýringu sem haldið verður í október.

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir um að hafa samband við Tinnu Hrund Birgisdóttur, tinna@islandsstofa.is eða Kristin Björnsson kristinnb@islandsstofa.is, en þau veita jafnframt allar frekari upplýsingar. 

Nordic US Food Summit fjárfestaráðstefnan

Sjá allar fréttir