Dagsetning:

18. september 2024

Staður:

Malmö

Nordic Life Science Days í Malmö

Ljósmynd

Dagana 18. og 19. september fer fram í Malmö einn stærsti tengslaviðburður fyrir fyrirtæki í lífvísindum á Norðurlöndum, Nordic Life Science Days. Á viðburðinum gefst tækifæri á að komast í samband við fjárfesta og mögulega samstarfsaðila á ýmsum sviðum. 

Undanfarin tvö á hefur Íslandsstofa tekið þátt og er engin breyting á í ár. Felst aðkoma einkum í að vera með lítinn bás þar sem þátttakendur hafa heimahöfn, útbúa lendingarsíðu með yfirliti yfir hópinn frá Íslandi auk þess að semja um afslátt af skráningargjaldi. Skráning í ár er á vefnum Registration Info - NLSDays - NLSDays og afsláttarkóðinn NLS015-bE32&c til að fá 15% afslátt af skráningargjaldi.

Fyrir sýnileika verður Íslandsstofa með 6 fm bás í ár þar sem íslenskum þátttakendum býðst að vera með lógó á vegg, gegn gjaldi. Áhugasamir þátttakendur, bæði um skráningu á lendingarsíðu og lógó á bás, eru beðnir um að skrá sig hér.

Allar  frekari upplýsingar um viðburðinn eru á vefnum Home - NLSDays - NLSDays og hér má sjá hvaða fjárfestar eru skráðir til leiks á þessum tímapunkti: Investor Archive - NLSDays - NLSDays

Nánari upplýsingar veitir Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is

Nordic Life Science Days í Malmö

Sjá allar fréttir