Dagsetning:

18. september 2024

Staður:

Malmö

Nordic Life Science Days í Malmö

Ljósmynd

Dagana 18. og 19. september fer fram í Malmö einn stærsti tengslaviðburður fyrir fyrirtæki í lífvísindum á Norðurlöndum, Nordic Life Science Days. Á viðburðinum gefst tækifæri á að komast í samband við fjárfesta og mögulega samstarfsaðila á ýmsum sviðum. 
Fram til hádegis mánudaginn 3. júní geta fyrirtæki sem stunda rannsóknir og þróun  á sviði heilbrigðis-og líftækni sótt um að taka þátt í Nordic Stars 2024 pitch keppninni. Þar er keppt um að komast í hóp 20 fyrirtækja sem fá tækifæri til að kynna sig fyrir fjárfestum á aðalsviði ráðstefnunnar í september. Þessi 20 fyrirtæki fá einnig aðgöngumiða að NLS Days án endurgjalds. Allar nánari upplýsingar á vefnum https://www.nlsdays.com/nordic-stars-application-form/

Íslandsstofa áformar að vera með lítinn bás á ráðstefnunni og hvetur fyrirtæki og fjárfesta til að slást í hópinn og koma með til Malmö.

Nánari upplýsingar veitir Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is

Nordic Life Science Days í Malmö

Sjá allar fréttir