Dagsetning:

23. maí 2023

Matvæli morgundagsins

Hádegismálstofa á Hilton

Ljósmynd

Í tilefni Nýsköpunarviku bjóða Samtök iðnaðarins og Íslandsstofa til málstofu þar sem umræðuefnið er matvæli framtíðarinnar og hvaða skref íslensk nýsköpunarfyrirtæki eru að stíga til framtíðar og aukinnar sjálfbærni. Hver verður þróunin á næstu áratugum og hvaða áhrif hafa viðhorf okkar og hefðir á þessa þróun? Að loknum framsögum verður góður tími fyrir umræður.

Dagskrá:

 • 11:30  Vistkjöt á Matseðlinum?
  Björn Örvar, stofnandi / vísindastjóri ORF Líftækni
   

 • 11:45  Hefðbundinn matur framtíðarinnar
  Björn V. Aðalbjörnsson, meðstofnandi / rannsóknar- og þróunarstjóri Loki Foods
   

 • 12:00  Ný nálgun á framleiðslu verðmætustu eldisafurðar heims
  Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri þróunar hjá Sæbýli
   

 • 12:15  Ný prótein í nútíð og framtíð
  Margrét Geirsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís
   

 • Fundarstjóri: Berglind Rán Ólafsdóttir, forstýra ORF Líftækni

Málstofan fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, sal F+G á 2. hæð, klukkan 11:30-13:00. Léttar hádegisveitingar verða í boði fyrir málstofugesti. Vinsamlegast skráið þátttöku hér að neðan.

Skráning á málstofu

Íslandsstofa - Útflutningsaðstoð, landkynning, fjárfestingar

Sjá allar fréttir