Dagsetning:

29. apríl 2024

CMAP í Kanada - Tækifæri fyrir heilbrigðistæknifyrirtæki 

Kynning frá vefkynningu 29. apríl kl. 15

Ljósmynd

UPPFÆRT 30. apríl - Glærur frá vefkynningarfundi 29. apríl (.pdf)

Íslandsstofa í samstarfi við sendiráð Íslands og samstarfsaðila í Kanada stendur að verkefninu Canadian Healthcare Market Access Program 2024 (CMAP). Með þátttöku í verkefninu fá fyrirtæki fræðslu og innsýn inn í  kanadíska heilbrigðiskerfið og aðstoð við að tengjast heilbrigðisyfirvöldum á Nýfundnalandi og á Labrador sem saman mynda austasta fylki Kanada. 

Verkefnið samanstendur af ráðgjafarfundum yfir vefinn auk þátttöku í NLHS Innovation Summit í St. John‘s  í haust. Sjá nánar hér.

Mánudaginn 29. apríl gafst kostur á að kynna sér prógrammið í heild á veffundi kl. 15:00. Þar kynntu aðstandendur verkefnið auk þess að fara stuttlega yfir heilbrigðiskerfið í Kanada, tækifæri og áskoranir o.fl.  

Um var að ræða fyrsta fræðslufundinn í verkefninu. Skráði fyrirtæki sig í kjölfarið til þátttöku í verkefninu í heild er þátttökugjald 250 þúsund krónur.  

Nánari upplýsingar veita Erna Björnsdóttir (erna@islandsstofa.is) og Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir (gunnhildur@islandsstofa.is

Umsögn um verkefnið

„Heilsutækniprógramm íslenska sendiráðsins í Kanada og Íslandsstofu hefur reynst okkur afar vel og við stefnum á langa viðveru á kanadíska markaðnum. Prógrammið er vel skilgreint og er raunverulegur áhugi hjá heilbrigðisyfirvöldum Nýfundnalands að kaupa inn nýsköpun sem hefur jákvæð áhrif á umönnun og rekstur þar. Þetta prógramm ætti að vera fyrsta stopp íslenskra fyrirtækja sem eru að fóta sig á erlendum markaði – þau munu einnig njóta þess að vera með íslenskum fyrirtækjum sem eru nú þegar í samstarfi á markaðnum og tilbúin til að aðstoða.“ 

Ægir Þór Steinarsson, Retina Risk 

CMAP í Kanada - Tækifæri fyrir heilbrigðistæknifyrirtæki 

Sjá allar fréttir