Dagsetning:

30. september 2024

Heilbrigðistæknisendinefnd til Berlínar

Samstarf í Þýskalandi

Ljósmynd

Íslandsstofa og Business Sweden standa fyrir sendinefnd íslenskra og sænskra fyrirtækja á sviði heilbrigðistækni til Berlínar þann 30. september nk. Tilgangurinn er að tengja fyrirtækin við fulltrúa úr heilbrigðiskerfinu og áhrifafólk í greininni með það að markmiði að kanna grundvöll fyrir samstarfi.

Heilbrigðiskerfi í Evrópu standa frammi fyrir ýmiss konar áskorunum m.a. vegna skorts á menntuðu starfsfólki, breyttrar aldurssamsetningar íbúa og aðgengi að heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. Til að mæta þessum áskorunum hefur Þýskaland markað sér stefnu um að flýta stafrænni þróun í heilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að koma á rafrænum sjúkraskrám, auka fjarlækningar og auðvelda aðgengi að heilbrigðisupplýsingum í rannsókna- og þróunarskyni. Norðurlöndin standa framarlega í nýsköpun á sviði heilbrigðistækni og nýtingu heilbrigðisupplýsinga, og því felast tækifæri í að skoða hvernig sú þekking getur nýst til þróunar og framfara í samstarfi við Þjóðverja.

Kostnaður og skráning

Auk dagskrárinnar þann 30. september er í skoðun að skipuleggja frekari heimsóknir í samstarfi við sendiráð Íslands í Berlín. Sjá nánar hér fyrir neðan.

Þátttökukostnaður er á bilinu 300-400 þúsund og ræðst af fjölda þátttakenda. Þátttakendur sjá sjálfir um allan kostnað við ferðir, gistingu og uppihald.

SKRÁ MIG Í SENDINEFNDINA

Drög að dagskrá

  • 9:00-10:00 Welcome and introduction to German digital health market characteristics

  • 10:30-12:00 Round table: Potential and challenges of digital health in Germany

  • 14:00-16:00 Joint site visit to leading research insitute or hospital with focus on digital health

Nánari upplýsingar:

Nánari upplýsingar veita Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is og
Ágúst Sigurðarson, agust@islandsstofa.is

Sjá einnig:

Heilbrigðistæknisendinefnd til Berlínar

Sjá allar fréttir