9. september 2021

Grænir iðngarðar - tækifæri fyrir Ísland

Íslandsstofa, atvinnuvega- og  nýsköpunarráðuneytið, Landsvirkjun og Norðurþing hafa undanfarna mánuði unnið að samantekt og greiningu á tækifærum sem geta falist í þróun grænna iðngarða á Íslandi. Á fundi 14. september nk. verður staða þessarar vinnu og næstu skref kynnt.

Verðmæt tækifæri eru fólgin í uppsetningu svokallaðra grænna iðngarða á Íslandi. Íslandsstofa, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Landsvirkjun og Norðurþing hafa undanfarna mánuði unnið að samantekt og greiningu á tækifærum sem geta falist í þróun grænna iðngarða á Íslandi. 

Niðurstöður vinnunnar og næstu skref verða kynnt í beinni útsendingu frá Kaldalóni í Hörpu, þriðjudaginn 14. september kl. 13-14. Þar verður gerð grein fyrir því hvernig efla má atvinnulífið, auka samkeppnishæfni Íslands og treysta byggð á landsbyggðinni með uppbyggingu grænna iðngarða. 

Hægt verður að horfa á kynninguna hér eða á Facebook.


DAGSKRÁ:

Grænir iðngarðar – tækifæri í samkeppni
- Karl Guðmundsson, forstöðumaður, Íslandsstofu

Gerum heiminn grænan saman – nýtum alla strauma auðlindar
- Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri, Landsvirkjun 

Græn framtíð á Bakka við Húsavík
- Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri, Norðurþingi 

Samantekt
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra  


Sjá allar fréttir