Dagsetning:

15. ágúst 2023

Forskráning á Vestnorden

Early Bird verð til 15. ágúst

Ljósmynd

Vestnorden ferðakaupstefnan fer fram í Reykjavík dagana 17. og 18. október 2023 þar sem koma saman ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Ferðakaupstefnuna sækja ferðaheildsalar víðsvegar að úr heiminum. 

Verð fyrir þátttöku fram til 15. ágúst (forskráning):

  • Fundarborð + 1 þátttakandi (1 borð og 2 stólar) – Forskráning EUR 2290 

  • Fundarborð + 2 þátttakendur (1 borð og 4 stólar) – Forskráning EUR 2680

  • Fundarborð + 3 þátttakendur (1 borð og 6 stólar) – Forksráning EUR 3330 

  • Fundarborð + 4 þátttakendur (1 borð og 8 stólar) – Forskráning EUR 3900 

Fundarsvæði

Á Vestnorden 2023 verða sett upp þrjú landasvæði þar sem fundir fara fram og munu söluaðilar fá til umráða borð og stóla inni á sínu svæði, merkt viðkomandi fyrirtæki. Með þessari breytingu erum við að hverfa frá básauppstillingu sem áður hefur einkennt kaupstefnuna og fara í átt að umhverfisvænni aðferðum og draga þannig úr kolefnisspori. 

Upplifunarsvæði „Show Room“

Á opnum svæðum kaupstefnunnar verða sett upp sýningarsvæði þar sem þátttökufyrirtæki eiga kost á því að veita kaupendum aukna upplifun á sinni vöru/þjónustu. Hverjum aðila er frjálst að setja svæðið upp með þeim hætti sem hentar (leikmunir, skjáir, matarkynningar, kynning á ákveðnum vörum o.s.frv) og auka þannig við upplifun kaupenda. Athugið að ekki er innheimt fyrir óskir um sýningarsvæði við skráningu. Frekari upplýsingar er að finna undir "suppliers" á heimasíðu Vestnorden.

Allar upplýsingar er að finna á heimasíðu Vestnorden

Vestnorden er haldin af North Atlantic Tourism Association (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Vestnorden er haldið af löndunum þremur, þar af annað hvert ár á Íslandi. Íslandsstofa er framkvæmdaraðili Vestnorden og Sena sér um verkefnastjórnun. 

Fyrir frekari upplýsingar vegna skráninga vinsamlegast hafið samband við Senu vestnorden2023@sena.is eða í síma 591 5100

Forskráning á Vestnorden á Early Bird verði

Sjá allar fréttir