Dagsetning:

11. maí 2022

Staður:

Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35

Fjármögnun grænna verkefna

Kynningarfundur á Nefco - The Nordic Green Bank 11. maí.

Ljósmynd

Miðvikudaginn 11. maí kl. 9.00 fer fram kynningarfundur á Nefco – The Nordic Green Bank,  í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Nefco veitir meðal annars styrki og fjármagn til verkefna sem tengjast umhverfisvænni tækni og grænum lausnum. Á fundinum verður hlutverk og starfsemi fjármálastofnunarinnar kynnt auk þess sem tvö íslensk fyrirtæki segja frá verkefnum og reynslu af samstarfi við hana.

Framsögumenn á fundinum verða:

  • Þórhallur Þorsteinsson, Nefco

  • Søren Rasmussen, Nefco

  • Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, Brunnur Ventures

  • Guðmundur Sigþórsson, D-tech ehf.

Fundarstjórn: Birta Kristín Helgadóttir, Grænvangi

Þórhallur og Søren verða jafnframt til viðtals eftir fundinn fyrir þá sem vilja ræða einstök verkefni eða verkefnahugmyndir.

SKRÁ MIG Á FUNDINN

Húsið opnar kl. 8:45 en fundurinn hefst stundvíslega kl. 9:00. Sjá einnig auglýsingu fundarins hér. Að fundinum standa; Nefco, Íslandsstofa, Samtök iðnaðarins og Grænvangur. Frekari upplýsingar veitir Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Heimstorgs Íslandsstofu (gunnhildur@islandsstofa.is).

rich text image
Fjármögnun grænna verkefna

Sjá allar fréttir