Dagsetning:

24. janúar 2024

Fitur 2024 á Spáni

Tækifæri á Spáni

Ljósmynd

Íslandsstofa skipuleggur þátttöku á ferðasýningunni FITUR í Madrid á Spáni dagana 24.- 26. janúar 2024. Sýningin er haldin árlega og er stærsta ferðasýningin á spænska markaðnum. Á síðasta ári sóttu hana um 220.000 manns, þar af um 140.000 ferðaþjónustuaðilar.

Á FITUR býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum. Sýningin er tvískipt; fyrri hluti hennar 24.- 26. janúar er fyrir fagfólk (B2B) en dagana 27. og 28. janúar er sýningin einnig opin almenningi (B2C). 

Verð:
Kostnaður við þátttöku er að hámarki 550.000 á fyrirtæki.
Athugið að flug, gisting og annar ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði.

Skráning:
Nánari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is

Fitur 2024 á Spáni

Sjá allar fréttir