Dagsetning:

18. janúar 2023

Fitur á Spáni

Tækifæri í ferðaþjónustu

Ljósmynd

Íslandsstofa vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningar á ferðasýninguna FITUR sem haldin verður dagana 18.- 22. janúar 2023 í Madrid á Spáni. Sýningin er haldin árlega og er stærsta ferðasýningin á spænska markaðinum.

Á FITUR býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta­samböndum. Sýningin er tvískipt; fyrri hluti hennar 18.- 20. janúar er fyrir fagfólk (B2B) en dagana 21. og 22. janúar er sýningin einnig opin almenningi (B2C). Sjá nánar á vef FITUR.

Nánari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is eða í s. 697 3937.

Fitur 2023 á Spáni

Sjá allar fréttir