Dagsetning:

13. febrúar 2024

Fimm landa vinnustofa í London

Ljósmynd

Íslandsstofa hefur nú skráningar á hina árlegu fimm landa vinnustofu í London sem fer fram 13. febrúar 2024. Vinnustofan er haldin í samstarfi við Visit Finland, Visit Estonia, Visit Faroe Islands og Visit Greenland. Þar gefst gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við breska ferðaþjónustuaðila.

Verð fyrir þátttöku:

Kostnaður við þátttökuna er að hámarki 200.000 krónur á hvert fyrirtæki miðað við einn starfsmann. Auka starfsmaður greiðir að hámarki 45.000 kr fyrir þátttöku.  

Athugið að hvert fyrirtæki fær eitt fundarborð og eina fundarbók óháð fjölda starfsmanna. 

Innifalið í þátttökugjaldi er:

  • Fundarborð

  • Aðgangur að fundarbókunarkerfi 

  • Veitingar á meðan vinnustofu stendur 

Athugið að þátttakendur sjá sjálfir um að bóka flug og gistingu og er sá kostnaður ekki innifalinn í verði vinnustofunnar. 

 Skráning:

Hafir þú áhuga á að taka þátt í vinnustofunni er mikilvægt að fylla út rafræna skráningarformið hér að neðan fyrir hádegi 4. desember nk.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og er því mikilvægt að ljúka skráningu sem fyrst til að tryggja sér pláss. 

Athugið að skráning er bindandi.

Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Þórisdóttir, hrafnhildur@visiticeland.com 

Fimm landa vinnustofa í London

Sjá allar fréttir