Dagsetning:

20. desember 2023

Ferðasýningin ITB Berlin 2024

Skráningarfrestur er til 20. desember

Ljósmynd

Íslandsbásinn á ferðasýningunni ITB í Berlín árið 2023

Íslandsstofa skipuleggur þátttöku á ferðasýningunni ITB Berlín í Þýskalandi dagana 5.- 7. mars 2024 á sameiginlegum Norrænum þjóðarbás og sýnir undir merkjum Visit Iceland. Sýningin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum en á síðasta ári þá sóttu hana um 90 þúsund fagaðilar. Hér má finna frekari tölulegar upplýsingar um sýninguna 2023. Athugið að fyrirkomulagi sýningarinnar hefur verið breytt og er hún nú einungis ætluð fagfólki (B2B) þá þrjá daga sem hún stendur yfir. 

Á ITB býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta­samböndum. Ísland verður eins og síðustu ár með aðstöðu á sameiginlegu sýningarsvæði Norðurlandanna. Pláss á sýningarbásnum er takmarkað og eru áhugasamir því hvattir til að skrá sig hið fyrsta.

Sýningarsvæði Norðurlandanna er í höll 18 í Messe Berlin. 

Verð og skráning:

Verð fyrir þátttöku á fyrirtæki er eftirfarandi:

- Hálft fundarborð (e. meeting table) kr. 375.000

- Heilt fundarborð (e. meeting table) kr. 750.000

- Hálft afgreiðsluborð (e. counter) kr. 675.000

- Heilt afgreiðsluborð (e. counter) kr. 1.350.000 

Nánari upplýsingar er að finna í skráningarformi. Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn en öll verð eru hámarksverð.

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir um að fylla út skráningarformið hér að neðan fyrir 20. desember nk. Athugið að skráning er bindandi.  

Nánari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is.

SKRÁNING

Ferðasýningin ITB Berlin 2024

Sjá allar fréttir