Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Ferðasýningin FITUR á Spáni í janúar 2022 - skráning

22. október 2021

Íslandsstofa vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningar á ferðasýninguna FITUR sem haldin verður dagana 19.- 23. janúar 2022 í Madrid á Spáni. Sýningin er haldin árlega og er stærsta ferðasýningin á spænska markaðinum.

Á FITUR býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta­samböndum. Sýningin er tvískipt; fyrri hluti hennar 19.- 21. janúar er fyrir fagfólk (B2B) en dagana 22. og 23. janúar er sýningin einnig opin almenningi (B2C). 

Þátttökukostnaður er að 410.000 ISK, að hámarki.

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir að fylla út skráningarformið hér að neðan fyrir 21. október nk

SKRÁ MIG NÚNA

Nánari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is eða í s. 697 3937.

Sjá einnig vefsíðu FITUR.


Ferðasýningin FITUR á Spáni í janúar 2022 - skráning

Deila