Dagsetning:

3. nóvember 2023

Ferðasýningar á fjarmörkuðum 2024

Áhugakönnun: Kína og Singapore

Ljósmynd

Íslandsstofa kannar áhuga á þátttöku á þjóðarbás á sýningum á fjarmörkuðum á næsta ári. Um er að ræða sýningarnar 

  • ITB China sem haldin er í Shanghai 27.-29. maí, og 

  • ITB Asia sem haldin er í Singapore 23.-25. október.

Kostnaður við þátttöku á hvorri sýningu er áætlaður á bilinu 650.000 til 750.000 kr en endanlegur kostnaður ræðst af fjölda þátttökufyrirtækja. Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í verðinu.

Báðar sýningarnar eru B2B sýningar með vönduðu fundarbókunarkerfi. Íslandsstofa hefur sótt ITB Asia reglulega frá árinu 2017 en ekki tekið þátt í ITB China áður. Til skoðunar er einnig að efna til vinnustofa í Guangzhou og Hong Kong í tengslum við ITB China.

Áhugasöm um þátttöku eru beðin um að fylla út áhugakönnunina hér að neðan fyrir 3. nóvember nk. Athugið að skráning er ekki bindandi.

Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is

Fylla út áhugakönnun

Ferðasýningar á fjarmörkuðum 2024

Sjá allar fréttir