Dagsetning:

8. mars 2023

Expo West sýningin í Kaliforníu

Matvæli og náttúruafurðir

Ljósmynd

Íslandsstofa stendur fyrir þjóðarbás á Expo West í Anaheim, Kaliforníu, dagana 8.-12. mars 2023. Þessi sýning er í hópi þeirra mikilvægustu þegar kemur að náttúrlegum matvælum og heilsuvörum í Bandaríkjunum, markaði sem veltir árlega yfir 300 milljörðum dollara. Básinn verður staðsettur í höll sem nefnist “hot products” og hentar vel fyrir fjölbreyttan hóp fyrirtækja, en Svíar verða næstu nágrannar okkar undir merkjum Try Swedish.

Expo West sækja fulltrúar allra stærstu kaupenda í þessum geira, þar á meðal Kroger, Whole Foods, Earth Fare, CVS, Walgreens, auk ótal smærri aðila. Um er að ræða frábæran vettvang fyrir fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref á markaðinum eða þau sem vilja komast í samtal við nýja miðlara/dreifingaraðila eða kaupendur.

Kostnaður og skráning: 

Þátttökukostnaður er kr. 1.400.000 pr. fyrirtæki. Innifalið er fullbúin aðstaða á sýningarbási Íslandsstofu (þ.m.t. counter merktur fyrirtæki). Staðfestingargjald (10%) verður innheimt við undirritun þátttökusamnings.

Vinsamlegast hafið samband við Kristin Björnsson (kristinn@islandsstofa.is) fyrir frekari upplýsingar og skráningu.

Expo West sýningin í Kaliforníu

Sjá allar fréttir