Dagsetning:
13. desember 2022
Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu
Þriðjudaginn 13. desember kl. 14-16 í Grósku

Íslenski ferðaklasinn, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Íslandsstofa standa fyrir hátíðardagskrá þriðjudaginn 13. desember í Grósku, í tilefni af Degi Ábyrgrar Ferðaþjónustu. Flutt verða hvatningar- og fræðsluerindi, forseti Íslands ávarpar samkomuna og afhendir hvatningarverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu.
Allir sem vilja vinna að öflugri, ábyrgri og sjálfbærri framtíð í ferðaþjónustu á Íslandi eru hvattir til að mæta.
DAGSKRÁ
Ávarp ráðherra
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherraHringrásar innblástur
Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, sjálfbærniþjálfari hjá AndrýmiGott aðgengi eru góð viðskipti
Áslaug Briem, sérfræðingur hjá FerðamálastofuHvatningarverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu
- Ör kynning ferðaþjónustufyrirtækja
Ávarp forseta Íslands og hvatningarverðlaun veittSjálfbærnisaga áfangastaðarins Íslands
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá ÍslandsstofuNærandi ferðaþjónusta - hvað gerum við næst?
Ólöf Ýrr Atladóttir, sérfræðingur á sviði nýsköpunar og þróunar í ferðaþjónustuLokaorð og hvatning frá framkvæmdaraðilum - Gerum þetta vel og gerum þetta saman
Fundarstjóri er Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá SA
Að dagskrá lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.
Allir velkomnir en skráning er nauðsynleg. Sjá að neðan.