Dagsetning:

5. nóvember 2023

China International Import Expo í Sjanghai

Ljósmynd

Íslandsstofa skipuleggur þátttöku íslenskra fyrirtækja í CIIE - China International Import Expo sem fram fer í Sjanghaí dagana 5.- 10. nóvember næstkomandi. Íslensk fyrirtæki og/eða samstarfsaðilar þeirra í Kína hafa tekið þátt í sýningunni frá árinu 2019 með góðum árangri. Gestir á sýningunni á síðasta ári voru um 460.000 og sýnendur um 2.800 frá 145 löndum. Ellefu íslensk fyrirtæki tóku þátt þegar mest var og nú hafa á ný skapast tækifæri fyrir fyrirtæki sem vilja sækja inn á þennan stóra markað að taka þátt í eigin persónu.  

Vörur íslensku þátttakendanna þessa til hafa helst fallið undir eftirfarandi tvo flokka: 

Consumer Goods  
Snyrtivörur, vörur fyrir ungabörn og nýbakaðar mæður, íþróttavörur, gæludýravörur, heilsuvörur,  leikföng, gjafavörur, húsgögn og heimilisvörur, fatnaður og fylgihlutir, töskur, skófatnaður og fleira.  

Food and Agricultural Products 
Kjötvörur, sjávarfang, drykkir og áfengi, mjólkurvörur, nasl, sælgæti, landbúnaðarvörur, krydd og fleira. 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is.

China International Import Expo í Sjanghai í nóvember

Sjá allar fréttir