15. september 2021

Áhugakönnun: Vinnustofur í Austur-Evrópu í lok nóvember

Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja í ferðaþjónustu fyrir þátttöku í vinnustofuferð til Austur-Evrópu dagana 29. nóvember til 3. desember 2021.

Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja í ferðaþjónustu fyrir þátttöku í vinnustofuferð til Austur-Evrópu dagana 29. nóvember til 3. desember 2021. Heimsóttar verða borgirnar Búdapest, Prag, Ríga og Varsjá og er þetta því tilvalið tækifæri til að koma á viðskiptasamböndum við ferðasöluaðila í fjórum mismunandi löndum. 

Reiknað er með að þátttökugjald verði á bilinu 350-450.000 kr. fyrir alla fjóra staðina. Ræðst það af þátttökufjölda hvort áfangastaðirnir verði þrír eða fjórir.

Í öllum þessum löndum hefur náðst góður árangur í bólusetningum og eru yfir 60% landsmanna bólusettir.

Áhugasamir um þátttöku í ferðinni eru beðnir um að hafa samband við Þorleif Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 fyrir 24. september nk


Sjá allar fréttir