Dagsetning:

27. apríl 2023

10+ ára afmæli og ársfundur Meet in Reykjavik

Fagnaðu með okkur í Grósku

Ljósmynd

27. apríl kl. 15.00-17.30 í Grósku

Meet in Reykjavík varð 10 ára í byrjun árs 2022 í skugga samkomutakmarkana og gafst því ekki tækifæri til að fagna þessum tímamótum. Úr þessu verður bætt á ársfundi félagsins 2023 og blásið til veislu.

Á fundinum verður litið um öxl og saga verkefnisins rifjuð upp. Farið verður yfir árangurinn síðasta áratug og skálað fyrir krafti og samheldni þeirra sem tekið hafa þátt í verkefninu frá stofnun þess. Nýir heiðursgestgjafar bætast í stækkandi hóp þeirra sem hafa gegnt lykilhlutverki í því að fá stóra viðburði eða ráðstefnur til landsins.  

Þú tilkynnir þátttöku með því að skrá þig á hlekknum hér fyrir neðan. 

Skráning

Íslandsstofa - Útflutningsaðstoð, landkynning, fjárfestingar

Sjá allar fréttir