Úflutningsstefna

2024

ársskýrsla íslandsstofu 2023

Tölur úr markaðsstarfinu

Íslandsstofa rekur ýmis markaðsverkefni í þágu íslenskra útflutningsgreina í samstarfi við innlenda og erlenda hagaðila.

Skoða markaðsstarfið á árinu

3000

umfjallanir í erlendum miðlum á árinu

92

borgir heimsóttar

6 milljarðar

snertinga við markhópa á árinu

feature image

Ávarp formanns og framkvæmdastjóra

Verkin tala

Það hefur ekki alltaf þótt sjálfsagt að tala um land sem vörumerki. Það eru ýmsir óræðir eiginleikar sem við tengjum við ímynd og orðspor lands sem hefur áhrif á hvernig við upplifum það, og enn fremur, hvaða væntingar við berum til þess. Það sem skiptir mestu er hvað við gerum, ekki hvað við segjumst gera. Hvert er raunverulegt framlag okkar til heimsins?

Lesa ávarp formanns og framkvæmdastjóra Íslandsstofu

feature image

Útflutningur

Áherslur í útflutningi

Starfsemi Íslandsstofu á árinu 2023 miðaði við sex áherslugreinar í útflutningi. Mikil fjölbreytni og umsvif einkenndu síðastliðið ár, öflugt markaðsstarf var unnið að venju og ný verkefni og markaðsherferðir litu dagsins ljós. Hér má skoða starfsemi Íslandsstofu á árinu.

Sjá starfsemina á árinu

feature image

Markaðsverkefni

Markaðsstarfið

Starfsfólk Íslandsstofu sótti viðburði á erlendum mörkuðum, ferða- og vörusýningar, vinnustofur, fjárfestaviðburði o.fl. Þá skipuðu almannatengsl veigamikið hlutverk, ekki síst undir lok árs í ljósi jarðhræringa á Reykjanesi. Hér má skoða markaðsverkefnin.

Sjá árangur af markaðsstarfi okkar á árinu

feature image

Þjónusta

Þjónustuframboð

Íslandsstofa býr að víðtæku neti eigin sérfræðinga, auk viðskiptafulltrúa utanríkisþjónustunnar, erlendra ráðgjafa, og þjónustu viðskiptafulltrúa á vegum Business Sweden. Íslandsstofa starfar í samræmi við samþykkta stefnu stjórnvalda um beinar erlendar fjárfestingar. Heimstorg Íslandsstofu miðlar sérþekkingu og leiðbeiningum um samstarf í þróunarlöndum.

Lesa meira um þjónustuframboð Íslandsstofu

feature image

Ársreikningur

Ársreikningur Íslandsstofu

Ársreikningur Íslandsstofu gefur góða sýn yfir stöðu Íslandsstofu í árslok 2023, rekstrarárangur og fjárhagslega þróun á árinu. Hér má sjá upplýsingar úr ársreikningi.

Skoða ársreikning 2023

feature image

Sjálfbærni

Sjálfbærni og loftslagsmál

Íslandsstofa leggur áherslu á að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum. Hugað er að sjálfbærni í öllum störfum á vegum Íslandsstofa og unnið eftir metnaðarfullum stefnum um umhverfis- og loftslagsmál og sjálfbærni. Birtar eru upplýsingar samkvæmt UFS viðmiðum Nasdaq um sjálfbæran rekstur til þess að styðja við skuldbindingar Íslandsstofu á þessu sviði.  

Lesa meira um sjálfbærnistefnuna

Ársskýrsla Íslandsstofu