Ljósmynd

Markaðs­starf

Markaðsstarf

Verkefni í markaðsstarfi sem Íslandsstofa hefur umsjón með eru margvísleg. Öll eiga þau það sameiginlega markmið að styrkja ímynd Íslands, kynna íslenskar vörur og þjónustu og stuðla að auknum gjaldeyristekjum til þjóðarbús Íslands. Á árinu 2023 var unnið ötult markaðsstarf á hinum ýmsu sviðum útflutnings.

6 mlja.

snertinga við markhópa

3000

fjölmiðlaumfjallanir

364

markaðsaðgerðir

92

borgir heimsóttar

feature image

Inspired by Iceland í Norður Ameríku

Á árinu 2023 voru haldnir fjórar hátíður í nafni Taste of Iceland í Bandaríkjunum og fóru þær fram í borgunum Washington, D.C., New York, Chicago, og Seattle. Viðburðirnir samanstóðu af kynningum á íslensku hráefni í samstarfi við veitingastaði og menningarviðburðum, s.s. tónleikum, bókmenntaviðburðum og kvikmyndasýningum.

Lesa um verkefni Inspired by Iceland á árinu

feature image

Saman í sókn

Markmið verkefnisins er að auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu, styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina. Á árinu 2023 voru reglulegar birtingar á sígrænu markaðsefni sem sýnir fjölmarga kosti Íslands sem áfangastaðar. Í lok árs voru verkefninu veittar aukalega 100 milljónir til þess að nýta í birtingar á sama efni, vegna umfjöllunar erlendis í kjölfar jarðhræringa á Reykjanesi.

Lesa um markaðsstarf Saman í sókn á árinu 2023

feature image

Seafood from Iceland

Á árinu 2023 var lögð sérstök áhersla lögð á að ná til erlendra ferðamanna á Íslandi og hvetja þá til að snæða fisk á meðan á dvöl þeirra stóð. Herferðin bar heitið „Icelandic Nature – It Goes Great with Fish“. Yfir 100 veitingastaðir tóku þátt í verkefninu. Einnig var farið í markaðsaðgerðir á skilgreindum áherslumörkuðum Seafood from Iceland, í Bretlandi, Þýskalandi og Suður Evrópu.

Lesa um verkefni Seafood from Iceland á árinu

feature image

Horses of Iceland

Heimsmeistaramót íslenska hestsins fór fram í Hollandi í ágúst þar sem Horses of Iceland lét sig ekki vanta. Dagur íslenska hestsins var haldinn hátíðlegur í maí. Þá sótti fulltrúi verkefnisins hestasýningu í Bandaríkjunum og var með viðveru á stærstu hestasýningu heims í Þýskalandi.

Lesa um verkefni Horses of Iceland á árinu

74

fyrirtæki á viðburðum Green by Iceland

16

viðburðir erlendis

500

umfjallanir

200 mljó.

heildarvirði umfjallana

feature image

Green by Iceland

Tekist hefur að skapa verðmæt viðskiptatengsl fyrir íslensk fyrirtæki í tengslum við verkefnið Green by Iceland. Aukinn áhugi er á íslenskum grænum lausnum á heimsvísu, t.d. þekkingu Íslendinga á nýtingu jarðvarma til húshitunar og nýsköpun á sviði kolefnisbindingar. Green by Iceland sótti 16 erlenda viðburði á árinu. Tilgangurinn var að tengja íslensk fyrirtæki við mögulega viðskiptavini eða fjárfesta á sviði orku og grænna lausna.

Lesa meira um verkefni Green by Iceland á árinu

feature image

Skapandi Ísland

Skapandi Ísland kemur að fjölmörgum verkefnum sem snúa að þátttöku Íslands í alþjóðlegum hátíðum og kaupstefnum sem skila verðmætum tengslum og viðskiptum fyrir listir og skapandi greinar. Verkefni ársins voru unnin í góðu samstarfi við miðstöðvar skapandi greina, sendiráð Íslands erlendis og þau ráðuneyti sem verkefnið fellur undir.

Lesa um starfið á sviði Skapandi Íslands á árinu

feature image

Meet in Reykjavik

Talsverðir hagsmunir eru í húfi fyrir áfangastaði að byggja upp orðspor og eftirspurn innan MICE markaðarins. Samkvæmt greiningu sem KPMG vann fyrir Meet in Reykjavík á árinu og kynnt var á ársfundi verkefnisins í apríl 2023, voru tekjur af ferðamönnum sem komu til landsins til að sækja ráðstefnu- og hvataferðir allt að 2,7 sinnum hærri en af hinum hefðbundna ferðamanni.

Lesa um verkefni Meet in Reykjavik á árinu

feature image

Reykjavik Science City

Reykjavik Science City stóð fyrir níu fjárfestaviðburðum á árinu. Þar á meðal voru viðburðir í tengslum við TechBBQ í Kaupmannahöfn og Slush í Helsinki fyrir SaaS fyrirtæki úr fjölbreyttum greinum sem yfir 60 fyrirtæki frá Íslandi sóttu.

Lesa um verkefni Reykjavik Science City á árinu

1 mljó.

birtinga á samfélagsmiðlum

35

prósent endurgreiðsla

1000

umfjallanir um kvikmyndaverkefni

7

viðburðir erlendis

feature image

Film in Iceland

Mikið var um erlend verkefni á árinu 2023, en þar má nefna sjónvarpsþættina True Detective, Darkness og Somebody feed Phil og kvikmyndirnar One million minutes og Wicked. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem tekin eru upp á Íslandi skila miklum gjaldeyristekjum, enda nota þau innlendu kvikmyndaverin og íslenskt hæfileikafólk í framleiðslu sinni, auk þess sem íslensk náttúra er ávallt í forgrunni.

Lesa meira um verkefni Film in Iceland á árinu

feature image

Data Centers by Iceland

Meginmarkmið verkefnisins er að að auka vitund og bæta viðhorf væntanlegra viðskiptavina til hýsingar gagna á Íslandi í því skyni að auka útflutningsverðmæti gagnavera.

Lesa um verkefni Data Centers by Iceland á árinu

feature image

Icelandic Trademark Holding

Vörumerkið Icelandic stendur fyrir gæði og íslenskan uppruna og á merkið á sér langa, merkilega og farsæla sögu um hágæða íslenskar sjávarafurðir. Við endurskoðun á stefnu félagsins á haustmánuðum 2023 voru settar fram ýmsar nýjar áherslur og vaxtatækifæri sem lúta að viðskiptaþróun í tengslum við núverandi samninga félagins, ný markaðssvæði, nýsköpun o.fl.

Lesa um starfsemi Icelandic á árinu

feature image

Heimstorgið

Á fyrri hluta ársins var skipulagi Heimstorgsins breytt á þann hátt að það var fært undir Útflutningsþjónustu Íslandsstofu í því skyni að efla þjónustuna enn frekar. Með því fæst aukinn slagkraftur og möguleikar á að kynna fyrrnefnd tækifæri fyrir atvinnulífinu, hvort heldur sem er í beinu samtali við áhugasöm fyrirtæki, á viðburðum eða með beinni markaðssókn.  

Lesa um verkefni Heimstorgsins á árinu

Markaðsstarf Íslandsstofu 2023

Meira frá ársskýrslu 2023

    Aftur í ársskýrslu